Þú ert (algjör) engill 😇

Eins og dyggir vinir okkar vita þá komu búddarnir dásamlegu í sölu ekki alls fyrir löngu og virðast aldeilis ætla að slá í gegn ☸️
 
Um leið fengum við inn nokkur sýnishorn af alveg hreint yndislegum englastyttum (og bollum!) sem við höfum mikla trú á að falli í kramið. Vörulínan heitir You are an Angel, eða Þú ert engill. Allar okkar vörur koma frá sama framleiðanda, the Aird Group í Ástralíu.  Og allar eru þær ákaflega vandaðar og fallegar.
 
 
Englarnir og bollarnir eru með fallegum áletrunum sem henta við hin ýmsu tækifæri.
Þeir englar sem við eigum eru til sölu hér í vefversluninni en við komum til með að auka úrvalið í framtíðinni. 
 
Þar til næst - megi englarnir vaka yfir ykkur 😍