Staðalímyndirnar

Í nútímanum erum við að reyna að losa okkur úr viðjum staðalímynda um áhugasvið drengja annars vegar og stúlkna hins vegar – að minnsta kosti er það von okkar að þessi fullyrðing eigi við um okkur flest. Börnin okkar eiga einfaldlega að fá að vera þau sjálf og kyn þeirra á ekki að ráða því hvað þeim „má“ þykja skemmtilegt eða áhugavert. Og þegar börnin verða eldri eru þau vonandi sterkir einstaklingar sem þekkja sjálf sig og geta haldið áfram að vera þau sjálf.

Við hjá Kimiko erum á því að Kimmidoll vörurnar séu fyrir alla. Boðskapurinn sem þeim fylgir er ávallt uppbyggilegur, jákvæður og persónulegur. Hann á við um okkur sem manneskjur en ekki út frá skilgreiningu á kyni okkar.

Þegar þið veljið jólagjöf handa ástvini ykkar (honum, henni, barninu, ungu manneskjunni, heldri borgaranum og öllum þar á milli!) þá vonum við að þið veljið hana út frá gildi einstaklingsins sem fær gjöfina, en ekki út frá kyni viðkomandi.

Verum trú okkur sjálfum, lifum í sjálfsöryggi og gleði ❤️

 

Ást og kærleikur,

Margrét og Alexandra

Kimmidoll Ísland

Shigemi - Spirited 

My spirit is feisty and enthusiastic. 
With your passionate nature and wholehearted enthusiasm in everything you do, you share the gifts of my spirit. May you always live boldly and joyfully brightening the world with your company.