Páskar og afgreiðsla pantana

Ég er óendanlega þakklát öllum ykkur sem hafið verið að panta vörur hjá Kimiko, á þessum sérstöku tímum getum við litlu aðilarnir hæglega gleymst - takk fyrir að muna eftir Kimiko 🙏🏼

En nú erum við Kimiko fjölskyldan komin í páskafrí, þær pantanir sem berast frá deginum í dag, 6. apríl, t.o.m. mánudags 13. apríl verða afgreiddar þriðjudaginn 14. apríl. Það verður slökkt á Kimiko símanum en ef einhverjar spurningar vakna varðandi vörur, sendingar eða okkar þjónustu er um að gera að senda slíkt á kimiko@kimiko.is.

Njótið hátíðanna, látið ykkur dreyma stóra drauma, hugið vel að heilsunni og verið góð hvert við annað❣️

Kærleikskveðja,

Margrét Lilja

eigandi Kimiko