Orð eru álög
Lífið býður upp á ýmsar áskoranir. Þær eru miserfiðar og -ánægjulegar. Þessar áskoranir sem við tökumst á við á lífsleiðinni gera okkur að því sem við erum.
Þegar áskoranirnar verða okkur yfirþyrmandi þá getur verið erfitt að muna eftir því sem jákvætt er og gott í lífinu. Þá geta Kimmidoll kærleiksdúkkurnar hjálpað til. Hver og ein þeirra býr yfir anda sem við getum leitað í og notað til að minna okkur á styrkleika okkar og þess sem við þörfnumst. Leyfum því jákvæða og góða að umvefja okkur því að orð eru álög.
Kærleikskveðjur,
Margrét og Alexandra