Opnunarveisla 29.feb. og 1. mars!

Eins og einhverjum er kunnugt um flutti Kimiko í lítið rými á 2. hæð í Bæjarlind 2 í október 2019. Þetta litla og krúttlega rými var ekki lengi að sprengja utan af sér - við hikuðum því ekki lengi þegar stærra rými á sama stað losnaði nú í febrúar 2020.

Þar var tækifæri til að gera enn frekari breytingar og hefja sambúð með annarri lítilli og yndislegri vefverslun, www.svomargtfallegt.is 😍 Hún selur alveg einstaklega fallega og vandaða húsgagnamálningu og býður upp á mörg skemmtileg námskeið þar sem hægt er að læra á málninguna og þá möguleika sem hún býður upp á!

Við höfum notað febrúarmánuð til að koma okkur fyrir, mála hillur, skipuleggja o.s.frv.   Og nú er svo komið að opnun hjá okkur 🤩

Við verðum með opið laugardaginn 29. febrúar og sunnudaginn 1. mars kl. 11-15.

Við bjóðum upp á léttar veitingar, tilboð og afslætti svo það ætti enginn að láta þetta framhjá sér fara!

Viðburðinn finnur þú á facebook:

https://www.facebook.com/events/531759900799845/

Vonandi sérðu þér fært að kíkja við, við tökum glaðbeittar á móti þér!