Nýjar Kimmidoll kærleiksdúkkur í ágúst 2019

Tvisvar á ári líta nýjar Kimmidoll kærleiksdúkkur dagsins ljós.

Í upphafi ársins 2019 komu til sögunnar Maki, Ai, Akari og Akiko (þú getur smellt á myndirnar til að skoða þær í vefversluninni, slóðin opnast í nýjum glugga).

Andi tignar fylgir Maki

 

Andi kvenleika fylgir Ai

 

Andi hláturs fylgir Akari

 

Andi uppljómunar fylgir Akiko

 

Og núna í ágúst er komið að því að kynnast nýjustu meðlimum Kimmidoll fjölskyldunnar 👏  Nýjustu kærleiksdúkkurnar eru væntanlegar í lok mánaðar og við hlökkum mikið til að taka á móti þeim því þær eru hver annarri dásamlegri!

Að þessu sinni bætast við tvær gerðir af Limited Edition kærleiksdúkkunum. Þær eru eingöngu gefnar út í 1000 eintökum hvor (á heimsvísu), öll eintök númeruð og dúkkurnar skreyttar Swarovski kristöllum 💎  Jafnframt koma sex gerðir af mini kærleiksdúkkunum annars vegar (hæð 6 cm.) og maxi kærleiksdúkkunum hins vegar (hæð 10,5 cm.) 🎉

Á Facebook síðunni okkar https://www.facebook.com/kimikoisland/ munum við kynna þær eina af annarri næstu daga, það er um að gera að fylgjast með 😃