Ný vörulína!

Við erum ákaflega spenntar fyrir því að vera að taka inn nýja vörulínu í Kimiko vefversluninni!

Little Buddha eru vörur sem koma frá sama framleiðanda og Kimmidoll vörurnar. Vörulínan samanstendur af þremur stærðum af Buddha styttum (9 cm, 13 cm og 30 cm háar), lyklakippum, bollum, línustrikuðum minnisbókum, pennum, bókamerkjum... eflaust erum við að gleyma einhverju! Þetta eru ákaflega vandaðar og fallegar vörur sem bera með sér boðskap í anda búdda.

Þessa dagana erum við að skrá vörurnar og verðleggja og þær verða komnar í sölu innan skamms.