Nú kynnum við einhyrningana í Candy Cloud vörulínunni!

Hver elskar ekki einhyrninga? Við tökum nýjustu vörulínunni fagnandi enda einhyrningar alveg einstaklega dásamlegar verur 😍

Eins og er með aðrar vörulínur hjá okkur, þá færa einhyrningarnir sætu jákvæðan og uppbyggilegan boðskap. Hverjum þeirra fylgir kort með skilaboðum eins og "Láttu ást þína skína!" eða "Þú færð hjarta mitt til að brosa!".

Svo heita þeir svo sætum nöfnum eins og Sugar Sprinkles og Bubblegum!

Kíktu endilega á úrvalið, en vörurnar eru væntanlegar síðar í vikunni - fylgstu með!