Mundu mig...

Það má með sanni segja að við séum að lifa undarlega tíma nú þegar covid-19 veiran heldur heimsbyggðinni í heljargreipum. Við megum samt ekki láta hugfallast, munum eftir öllu því jákvæða og kærleikríka sem til er í kringum okkur.

Í þeim aðstæðum sem nú hafa skapast langar okkur að biðja þig um eitt - ekki gleyma okkur "litlu kaupmönnunum" þegar þú ákveður að versla á netinu. Ef þig vantar fallega gjöf eða langar einfaldlega að kaupa þér fallegan grip með kærleiksríkan boðskap, þá er úrvalið hér hjá kimiko.is ❤️

Kimiko hefur fram til þessa boðið upp á heimsendingu á pósthús eða heim að dyrum (þar sem það stendur til boða) með Póstinum og mun gera áfram.  En við erum nú jafnframt komin í samstarf við dropp.is. Ef þú ert á höfuðborgarsvæðinu getur þú nú valið um það að sækja pöntunina þína á valdar stöðvar N1. Þar er opnunartíminn drjúgur (oft opið allan sólarhringinn) og gæti því hentað betur.

Covid-19 hefur ekki stungið sér niður á heimili Kimiko fjölskyldunnar og við höfum ekki þurft að fara í sóttkví. Við afgreiðum því allar pantanir sem fyrr á meðan staðan breytist ekki.

Vonandi ná sem flestir að skapa gæðastundir með sínum nánustu. Ef til vill náum við Íslendingar aðeins að hægja á okkur, hraðinn í okkar þjóðfélagi hefur verið gríðarlegur. Nú fáum við e.t.v. tíma til að njóta menningar og lista, sinna handavinnu, lestri eða hverju öðru áhugamáli eða ánægjuefni. Og það er fátt dásamlegra en að skreppa út í góðan göngutúr í fallegu veðri.

Farið vel með ykkur - og munið handþvottinn!

Kærleikskveðja frá Kimiko fjölskyldunni 🙏