Lagerinn færir sig um set 🎉

Fyrir u.þ.b. ári síðan skipti Kimiko ehf um eigendur. Um leið var versluninni í Ármúla lokað og vefverslunin kimiko.is varð að veruleika 😃
Þetta fyrsta ár hefur verið lærdómsríkt og fram til þessa hefur rekstrinum verið sinnt frá heimilinu á Álftanesi, þar sem lagernum hafði verið komið fyrir þar sem pláss fannst 😄 En það er ánægjulegt að segja frá því að lagerinn er nú fluttur að heiman og er kominn í sitt eigið rými í Bæjarlind 2, 2. hæð 👏 Þar fer ósköp vel um hann og nú verður hægt að sækja pantanir þangað á fyrirfram skilgreindum tímum og dögum. Eins má búast við að föstum opnunartímum verði bætt við í framtíðinni, fylgist með 😊