Kíktu á okkur þann 1. desember!

Mikið sem tíminn líður hratt, nú er aðventan bara á næsta leiti!

Álftanesið er heimabyggð Kimiko. Þar hefur foreldrafélag Álftanesskóla haldið Jóla- og góðgerðadag í 10 ár, laugardaginn fyrir fyrsta sunnudag í aðventu. Þar er komin hefð fyrir markaðsstemmningu, skólabörnin taka virkan þátt í deginum og safna ýmist fyrir góð málefni eða í ferðasjóðinn sinn. Dagskránni lýkur svo ávallt með því að ljósin á jólatrénu eru tendruð. 

Við tökum virkan þátt í deginum og leigjum söluborð þar sem við munum hafa til sýnis og sölu vöruúrvalið okkar. Við vitum að það er ekki það sama að sjá myndir af fallegum vörunum eins og að fá að sjá þær og handfjatla. Við hvetjum áhugasama því eindregið til að nýta þetta tækifæri og kíkja á okkur á Álftanesið.
Ekki er nú verra að þessa dagana er 10% afsláttur af öllum vörunum okkar - hver veit nema þið finnið eitthvað fallegt í jólapakkana!

Jóla- og góðgerðadagurinn fer fram í íþróttahúsinu (sundlauginni, sjá bleika punktinn á kortinu) og stendur á milli kl. 12 og 16.

Komið fagnandi ðŸ’

Kærleikskveðjur,

Margrét og Alexandra