Kaffi eða te?

Eða ef til vill frekar heitt súkkulaði með rjóma? Einhvern veginn býður þessi árstími sérstaklega upp á kertaljós, heitan drykk í fallegum bolla og góða bók... eða handavinnuna, góðan sjónvarpsþátt eða jafnvel það sem er enn betra, notalega samveru með sínum nánustu ♥️

Við erum handvissar um að heitur drykkur, hvaða nöfnum sem hann nefnist, smakkist enn betur í fallegum bolla. Þess  vegna erum við svo glaðar að geta sagt ykkur frá því að nú eru að koma inn nýjar vörur hjá okkur og þar á meðal eru þrjár gerðir af fallegum bollum. 

Þetta er Misayo en henni fylgir andi æðruleysis. 

Hér er Hidega sem færir þér anda visku.

Að lokum sjáið þið hér Airi sem ber með sér anda aðdáunar.

Þessar yndislega fallegu könnur mega fara í örbylgjuofn og uppþvottavél. Þær verða komnar í sölu hér á síðunni innan skamms.

kærleikskveðjur,

Alexandra og Margrét