Þú sækir eða við sendum. Kynntu þér afhendingarmöguleika pantana.

Góðar óskir í fallegri flösku

Meðal nýrra vara hjá okkur nú í apríl eru virkilega falleg flöskuskeyti. Við mælum þó ekki með því að þau séu sjósett, enda eru þau fremur ætluð einhverjum ákveðnum til að njóta :)
Um er að ræða litla glerflösku með korktappa úr You are an Angel línunni. Inni í flöskunni er auð, upprúlluð pappírsörk með málmhring um sig. Flaskan er svo skreytt með fallegum vængjum úr málmi með steini sem og litla málmplötu með áletrun. Hæð flöskunnar er 11 cm. og þvermálið 3 cm. 
Þessi flöskuskeyti er hægt að nota fyrir ósk, von eða bæn, okkur sjálfum til handa eða öðrum. Þau eru til dæmis tilvalin handa fermingarbarninu sem fær peninga að gjöf, seðlinum (eða seðlunum) er einfaldlega rúllað upp með pappírsörkinni.
Og pappírsörkin gegnir tilgangi gamla góða fermingarkortsins, þar er hægt að skrifa fallega vísu eða ljóð handa fermingarbarninu og færa því góðar kveðjur.
Það lætur lítið yfir þessari fallegu gjöf en það er gaman að gefa hana því hún er örlítið frábrugðin venjulega fermingarumslaginu :) 
Flöskuskeytið er svo hægt að nota áfram. Til dæmis til að skrifa niður ósk eða von fyrir sjálfan sig. Eða færa einhverjum öðrum góðar kveðjur.
Við hvaða tækifæri er hægt að nota flöskuskeyti? Það er gaman að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn; von um bata, lýsa þakklæti, gefa fallegt ljóð, jafnvel bónorð... hvað dettur þér í hug?!
Þessi fallegu flöskuskeyti eru fáanleg í vefversluninni okkar.