Ævintýrið er hafið
Það er okkur mikil ánægja að geta nú boðið Kimmidoll vörurnar til sölu á þessari vefsíðu.
Það er heilmikið verk að setja upp vörulager í vefverslun í heilu lagi. Við munum áfram næstu daga og vikur gera ýmsar betrumbætur, t.d. að bæta við myndum og yfirfara vörulýsingar. Þið takið viljann fyrir verkið!
Við eigum von á nýrri sendingu í næstu viku, því miður náði hún ekki ströndum Íslands í tæka tíð fyrir opnun vefverslunarinnar. En það er þá bara eitthvað til að hlakka til!
Í nýju sendingunni verður að finna m.a. nýjar gerðir af dúkkum, bolla og skrín.
Við vonum að þið finnið eitthvað við ykkar hæfi hér hjá okkur.
Kærleikskveðjur,
Margrét og Alexandra