Frí heimsending fyrir pantanir að upphæð kr. 7.000 eða meira

Vegna Covid19

Hjá kimiko.is hafa verið gerðar ákveðnar ráðstafanir vegna þeirra aðstæðna sem nú ríkja í samfélaginu okkar. 

Við erum lítið fjölskyldufyrirtæki. Á meðan enginn í fjölskyldunni hefur smitast eða þurft að fara í sóttkví munum við geta afgreitt pantanir. Áður en við meðhöndlum vörur á lagernum okkar þvoum við hendur og sprittum okkur. Við tiltekt á pöntunum þvoum við og sprittum hendur á milli pantana.

Við getum ekki lengur boðið upp á að vörur séu sóttar til okkar í Bæjarlind. Í stað þess höfum við bætt við öðrum afhendingarmöguleikum og gert breytingar á verðskránni okkar:

☛ Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að fá pantanir keyrðar heim að dyrum á fimmtudögum eftir kl. 16 endurgjaldslaust.

☛Á Suðurnesjumer hægt að fá pantanir keyrðar heim að dyrum á mánudögum eftir kl. 16 endurgjaldslaust.

☛Hægt er að sækja pöntun á eina af stöðvum N1 á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við dropp.is endurgjaldslaust til 30. apríl sé verslað fyrir kr. 2500 eða meira. Pantanir eru almennt tilbúnar til afhendingar á N1 næsta dag.

☛Áfram er hægt að fá heimsent með Póstinum um allt land. Við sendum nú frítt fyrir pantanir að upphæð kr. 7000 eða meira.

Athugið að í heimkeyrslu skiljum við pöntunina eftir við dyrnar, dinglum eða bönkum, og færum okkum okkur svo frá dyrunum.

Munum! Við erum öll almannavarnir, hlýtum fyrirmælum landlæknis ❤️

Vörulínurnar okkar

Orð frá hjartanu